Eigendastefna opinbers fyrirtækis og ábyrgt eignarhald

Gudrun Erla Jonsdottir, Runólfur Smári Steinþórsson, Olaf Sigurjonsson

Publikation: Bidrag til tidsskriftTidsskriftartikelForskningpeer review

31 Downloads (Pure)

Abstract

Eigendastefna fyrirtækja og stofnana hefur fengið aukið vægi í kjölfar hrunsins árið 2008. Íslensk stjórnvöld settu fyrst fram eigendastefnu fyrir félög í eigu ríkisins árið 2009. Tilgangurinn var sá að stuðla að því að félög í þeirra eigu væru starfrækt með faglegum og gagnsæjum hætti. Þannig gæti almennt traust ríkt á stjórnun og starfsemi þeirra. Grundvöllur eigendahlutverksins byggist á almennum leiðbeiningum um góða stjórnarhætti fyrirtækja auk almennra viðmiða um hlutverk og skyldur eigenda. Vaxandi umfjöllun hefur verið síðastliðin ár um góða stjórnarhætti. Samt sem áður er lítið um heimildir, hér á landi og víðar, um tilgang eigendastefnu. Í þessari grein er farið yfir fræðilegar undirstöður eigendastefnu sem felur í sér virkt og ábyrgt eignarhald og samstillingu eigendahlutverks. Skoðað er hvort og þá hvernig eigendastefna fellur að stjórnarháttum sem fræðigrein. Niðurstöður byggjast á eigindlegri rannsókn um virkt eignarhald, hluthafavirkni og ábyrgt eignarhald. Raundæmisrannsókn var gerð á eigendastefnu tiltekins fyrirtækis, Orkuveitu Reykjavíkur, sem er í eigu þriggja sveitarfélaga. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við fræðilega undirstöðu eigendastefnu og varpa ljósi á hugtakið. Færð eru rök fyrir því að takmörkun á ákvarðanatöku stjórna geti verið litin jákvæðum augum af hagaðilum enda sé verkaskiptingin skýr milli eigenda og stjórnar. Rannsóknin leiðir í ljós jákvæð áhrif eigendastefnu á ákvarðanatöku stjórna. Eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald sem stuðlar að því að eigendur leggja aukna áherslu á meira en fjárhagslegan árangur í átt að aukinni sjálfbærni og samfélagslegrar ábyrgðar.

Ownership strategies of companies and public institutions were established as a significant governance mechanism following the global financial crisis in 2008. The Icelandic government was the first to establish an ownership strategy for its companies in 2009. The goal is that their holding companies are run professionally and transparently. That will establish trust in the management and operations held responsible. The basis of the ownership role is general guidelines on good corporate governance as well as general guidelines on the role and responsibilities of the owners. There has been a growing discussion in recent years about good governance, despite this, there are few sources, in Iceland and elsewhere, about the origin and purpose of an ownership strategy. This article reviews the theoretical foundations of ownership strategy, active and responsible ownership, and the alignment of owners. Based on an empirical study it is explored whether, and how, ownership strategy is theoretically positioned, for a definition of the concept. The results are based on a qualitative study of active ownership, shareholder activity, and responsible ownership. The case study explores the ownership strategy of a specific company, Orkuveita Reykjavíkur, which is owned by three municipalities. The results of the study support the theoretical foundations of ownership strategy and clarify the concept. It is also argued that stakeholders view the restriction on the mandate of the board in a positive way. The study also reveals the positive impact of ownership strategy on board decision-making, as responsible ownership leads to owners placing emphasis on more than mere financial performance, demonstrating ambition towards sustainability and social responsibility.
Bidragets oversatte titelOwnership Strategy in a Public Organization and Responsible Ownership
OriginalsprogIslandsk
TidsskriftTímarit um viðskipti og efnahagsmál (Research in Applied Business and Economics)
Vol/bind19
Udgave nummer2
Sider (fra-til)39-54
ISSN1670-4444
DOI
StatusUdgivet - 2022
Udgivet eksterntJa

Emneord

  • Eigendastefna
  • Ákvarðanataka stjórna
  • Ábyrgt eignarhald
  • Virkt eignarhald
  • Sjálfbærni

Citationsformater